Setið að sneiðingi og stífkrampi

HÆ,

Jæja gott fólk þá er komið að því að blogga smá.

Þemað í dag er dauðinn og beittir hnífar og svo auðvitað stífkrampi. Það vill nefnilega þannig til að ég mitt í gleði minni við að búa til pastasalat í fyrradag, sneiddi ég væna flís af þumli vinstri handar. Það blæddi ansi mikið og þar sem að mér fannst blóðið farið að vera fullmikið ákvað ég að taka túr á skadestuen. Þar fékk ég frekar snögga þjónustu, sem er reyndar óvenjulegt hér í bæ. Sárið reyndist nú ekki alvarlegt sem betur fer og ég fékk bundið um þumalinn og svona í leiðinni fékk ég stífkrampasprautu, svona just in case. Og það var nákvæmlega það sem þetta var...stífkrampasprauta, því daginn eftir á leiðinni heim fékk ég þennan fína brjóstverk vinstra megin og sá verkur ágerðist bara. Undir kvöld var mér nú ekki orðið sama og fékk þetta fína panic attack og skellti mér á læknavaktina. Sem betur fer er pumpan í lagi, en samkvæmt lækninum þá er ekki ólíklegt að stífkrampasprautan hafi hjálpað til með verkinn ásamt stressi...vöðvabólgudæmi. Anyway, líður vel í dag, en ég neita því ekki að ég var nú orðinn doldið smeykur þarna á tímabili.

Framundan er svo helgi og svo Þýskalandið á mánudag.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Úff gott að þetta var "bara" stress !!!
Hræðir mann og hristir upp í mörgu.
Hlökkum til að hitta ykkur í okt.
kv Munda og co
Nafnlaus sagði…
Vá ekki skemmtilegt að lenda í þessu gamli minn!!!
Hlakka mjög til að hitta ykkur þegar þið komið á klakann.
Kærar kveðjur frá Steig. :)
Johann Hjartarson sagði…
Hvernig er það Arnar, er vöðvabólga C ólæknandi?
Nafnlaus sagði…
hallo.

Vinsælar færslur